Heimsmeistarinn stöðvar klukkuna til merkis um uppgjöf á móti Levon Aronian. Mynd: Lennart Ootes/Norway Chess.

Heimsmeistarinn Magnús Carlsen (2863) tapaði í lokaumferðinni Altibox Norway Chess-mótsins á móti Levon Aronian (2767). Fyrsta tapskák Magnúsar með hvítu í kappskák síðan 10. desember 2017 þegar hann tapaði fyrir Ian Nepomniachtchi í London Chess Classic.

Carlsen bar sig vel í mótslok og tísti

Alireza Firouzja (2728) varð í öðru sæti á mótin eftir sigur á Jan-Krzysztof Duda (2757). Íraninn landlausi átti frábært mót. Aronian varð þriðji á mótinu. Fabiano Caruana (2828) vann Aryan Tari (2633) og varð fjórði.

Lokastaðan

Það er athyglisvert að skoða lokastöðuna ef úrslit í kappskákunum væri eingöngu talin væru þrír efstir og jafnir. Heimsmeistarinn var seigur í bráðabananum og vann alla slíka.

Nánar á Chess.com.

Fyrirkomulag mótsins

Mótið stóð 5.-16. október. Sex keppendur tóku þátt og tefldu tvöfalda umferð. Í kappskákinni höfðu keppendur tvær klukkustundir á skákina og engan viðbótartíma fyrr en eftir 40 leiki en þá fengu keppendur 10 sekúndur á hvern leik. Varð jafntefli var tefldur bráðabani. Hvítur fékk tíu mínútur gegn sjö mínútum svarts. Svörtum dugði jafntefli. Fyrir sigur í hefðbundinni skák voru gefin 3 stig. Fyrir sigur í bráðabana voru gefin 1,5 stig en 1 stig fyrir tap í bráðabana.

- Auglýsing -