
Íslandsmót barnaskólasveita fór fram í Rimaskóla í dag. Svo fór að Vatnsendaskóli vann verðskuldaðan sigur á mótinu og endurtók þar með afrekið frá í fyrra! Melaskóli varð í öðru sæti og Lindaskóli í því þriðja. Hjörvar Steinn Grétarsson, stigahæsti skákmaður landsins og sigurvegari Íslandsbikarsins, mætti á svæðið og afhendi verðlaunin. Fékk hann dynjandi lófaklapp.

Keppnin var jöfn og spennandi til að byrja með. Vatnsendaskóli náði fram hefndum frá í gær á Lindaskóla fjórðu umferð með 3-1 sigri. Sömu úrslit urðu gegn Melaskóla í fimmtu umferð og þá voru úrslitin orðin nokkuð ljós. Að lokum varð munurinn 4,5 vinningar.
Sveit Íslandsmeistara Vatnsendaskóla skipuðu:
- Mikael Bjarki Heiðarsson
- Tómas Möller
- Jóhann Helgi Hreinsson
- Arnar Logi Kjartansson
- Guðmundur Sveinbjörnsson
Liðsstjóri var Kristófer Gautason.
Fjórar sveitir frá landsbyggðinni tóku þátt. Brekkuskóli frá Akureyri fékk gullið og endaði í fimmta sæti í heildarkeppninni. Vallaskóli, Selfossi varð í öðru sæti og Flúðaskóli í því þriðja.


Einnig voru veitt þrenn verðlaun fyrir b-sveitir. Þar vann sveit Lindaskóla sigur, Vatnsendaskóli varð í öðru sæti og gestgjarnir í Rimaskóla í því þriðja.



Borðaverðlaun hlutu
- Matthías Björgvin Kjartansson (Melaskóla) 8 v.
- Tómas Möller (Vatnsendaskóla) 8 v.
- Kormákur Ólafur Kjartansson (Melaskóla) 7/8 v. og Jóhann Helgi Hreinsson (Vatnsendaskóla) 6/6 v.
- Engilbert Viðar Eyþórsson (Lindaskóla) 7
Lokastöðu mótsins má finna á Chess-Results.

Skákstjórar voru Gunnar Björnsson, Ingibjörg Edda Birgisdóttir og Róbert Lagerman. Rimaskóli og Helgi Árnason fá þakkir fyrir aðstöðuna í Rimaskóla.
Næsta skólamót á dagskrá er Íslandsmót barnaskólasveita, 1.-3. bekk, sem er á dagskrá 17. apríl í Rimaskóla. Fyrirkomulag mótsins verður kynnt þegar liggur fyrir hvaða sóttvarnareglur verða þá í gildi.