Íslandsmeistarar Skáksveit Vatnsendaskóla sigraði á Íslandsmóti 1.-7. bekkjar grunnskóla. Sigursveitina skipuðu, f.v.: Arnar Logi Kjartansson, Tómas Möller, Mikhael Bjarki Heiðarsson, Guðmundur Sveinbjörnsson og Jóhann Helgi Hreinsson. Aftari röð, f.v.: Hjörvar Steinn Grétarsson sem afhenti verðlaun og Kristófer Gautason liðsstjóri. — Morgunblaðið/SÍ

Íslandsmót barnaskólasveita fór fram í Rimaskóla í dag. Svo fór að Vatnsendaskóli vann verðskuldaðan sigur á mótinu og endurtók þar með afrekið frá í fyrra! Melaskóli varð í öðru sæti og Lindaskóli í því þriðja. Hjörvar Steinn Grétarsson, stigahæsti skákmaður landsins og sigurvegari Íslandsbikarsins, mætti á svæðið og afhendi verðlaunin. Fékk hann dynjandi lófaklapp.

Silfursveita Melaskóla.

Keppnin var jöfn og spennandi til að byrja með. Vatnsendaskóli náði fram hefndum frá í gær á Lindaskóla fjórðu umferð með 3-1 sigri. Sömu úrslit urðu gegn Melaskóla í fimmtu umferð og þá voru úrslitin orðin nokkuð ljós. Að lokum varð munurinn 4,5 vinningar.

Sveit Íslandsmeistara Vatnsendaskóla skipuðu:

  1. Mikael Bjarki Heiðarsson
  2. Tómas Möller
  3. Jóhann Helgi Hreinsson
  4. Arnar Logi Kjartansson
  5. Guðmundur Sveinbjörnsson

Liðsstjóri var Kristófer Gautason.

Fjórar sveitir frá landsbyggðinni tóku þátt. Brekkuskóli frá Akureyri fékk gullið og endaði í fimmta sæti í heildarkeppninni. Vallaskóli, Selfossi varð í öðru sæti og Flúðaskóli í því þriðja.

Brekkuskóla stóð sig best landsbyggðarsveita.
Flúðaskóli tók brons landsbyggðarsveita.

Einnig voru veitt þrenn verðlaun fyrir b-sveitir. Þar vann sveit Lindaskóla sigur, Vatnsendaskóli varð í öðru sæti og gestgjarnir í Rimaskóla í því þriðja.

B-sveit Lindaskóla varð efst b-sveita
Vatsnendaskóli varð í öðru sæti b-sveita
Rimaskóli varð í þriðja sæti b-sveita

Lokastaðan á Chess-Results. 

Borðaverðlaun hlutu

  1. Matthías Björgvin Kjartansson (Melaskóla) 8 v.
  2. Tómas Möller (Vatnsendaskóla) 8 v.
  3.  Kormákur Ólafur Kjartansson (Melaskóla) 7/8 v. og Jóhann Helgi Hreinsson (Vatnsendaskóla) 6/6 v.
  4. Engilbert Viðar Eyþórsson (Lindaskóla) 7

Lokastöðu mótsins má finna á Chess-Results.

Kampakátir borðaverðlaunahafar.

Skákstjórar voru Gunnar Björnsson, Ingibjörg Edda Birgisdóttir og Róbert Lagerman. Rimaskóli og Helgi Árnason fá þakkir fyrir aðstöðuna í Rimaskóla.

Næsta skólamót á dagskrá er Íslandsmót barnaskólasveita, 1.-3. bekk, sem er á dagskrá 17. apríl í Rimaskóla. Fyrirkomulag mótsins verður kynnt þegar liggur fyrir hvaða sóttvarnareglur verða þá í gildi.

- Auglýsing -