Vignir að tafli í Serbíu. Mynd: SMP

Stórmeistarinn, Hannes Hlífar Stefánsson (2517), teflir alþjólegu móti í Prag í Tékklandi. Hann hefur 6 vinninga að loknum 8 umferðum og hefur vinningsforskot á næstu menn. Í gær gerði hann jafntefli við tékkenska FIDE-meistarann Jan Miesbauer (2402). Jafntefli í lokaumferðinni, í dag, tryggir honum sigur í mótinu.

Um er að ræða 10 manna lokaðan flokk. Meðalstigin eru 2388 skákstig og er Hannes stigahæstur keppenda.

Guðmundur Kjartansson (2496) teflir á minningarmóti um Najdorf sem fram fer í Varsjá í Póllandi.

Gummi gerði jafntefli við Pólverjann Damian Bednarczyk (2247). Hann hefur 5 vinninga eftir 8 umferðir og er í 27.-46. sæti. Lokaumferðin fer fram í dag

Um er að ræða 174 manna flokk og er Guðmundur níundi í stigaröð keppenda.

Alþjóðlegi meistarinn, Vignir Vatnar Stefánsson (2361), hóf í gær þátttöku á alþjóðlegu móti í Arandjelovac í Serbíu.

Hann gerði jafntefli við búlgarska alþjóðlega meistarann Momchil Petkov (2426) í fyrstu umferð. Önnur umferð fer fram í dag.

Vignir teflir í þremur 10 manna lokuðum flokkum í Serbíu. Meðalstigin í fyrsta mótinu eru 2400 skákstig. Vignir er næststigalægstur keppenda.

- Auglýsing -