Hannes tekur á móti sigurlaununum í Prag. Mynd: Rúnar Hannesson.

Stórmeistarinn, Hannes Hlífar Stefánsson (2517), vann sigur á alþjóðlegu móti í Prag sem sem fram fór 10.-18. júlí. Hannes hlaut 6½ vinning í 9 umferðum. Í lokaumferðinni gerði hann jafntefli við tékkneska alþjóðlega meistarann Tomas Kulhanek (2314).

Frammistaða Hannesar samsvaraði 2540 skákstigum og hækkar hann um 3 stig fyrir hana.

Hannes heldur nú til Pardubice þegar sem hann tekur þátt í Czech Open ásamt Guðmundi Kjartanssyni.

Um var að ræða 10 manna lokaðan flokk. Meðalstigin voru 2388 skákstig og var Hannes stigahæstur keppenda.

Guðmundur Kjartansson (2496) tók þátt í minningarmóti um Najdorf sem fram fór í Varsjá í Póllandi dagana 10.-18. júlí.

Gummi tapaði í lokaumferðinni. Hann náði sér aldrei á strik í mótinu. Gummi hlaut 5 vinninga og endaði í 46.-67. sæti.

Um var að ræða 174 manna flokk og var Guðmundur níundi í stigaröð keppenda.

Alþjóðlegi meistarinn, Vignir Vatnar Stefánsson (2361), teflir á alþjóðlegu móti í Arandjelovac í Serbíu.

Í 2. umferð tapaði hann fyrir serbneska stórmeistaranum Branko Tadic (2474). Vignir hefur hálfan vinning. Tvær umferðir fara fram í dag.

Vignir teflir í þremur 10 manna lokuðum flokkum í Serbíu. Meðalstigin í fyrsta mótinu eru 2400 skákstig. Vignir er næststigalægstur keppenda.

- Auglýsing -