Íslandsmeistarar Víkingaklúbbsins 2019-21. Mynd: KÖE

Ritstjóri ætlar ekki að breyta frá venjunni og hafa hefðbundna spá um úrslit Íslandsmóts skákfélaga. Spennan er mikil þetta árið enda keppt eftir nýju fyrirkomulagi. Stofnuð hefur verið Úrvalsdeild auk þess sem liðsstig gilda nú en ekki vinningar sem getur boðið upp á nýja spennupunkta.

Úrvalsdeildin hefst í kvöld en aðrar deildir hefjast á föstudaginn. Teflt verður í Egilshöll (aðstöðu Fjölnis) við frábærar aðstæður að undanskilinni fyrstu umferð úrvalsdeildar sem fram fer í TR.

Úrvalsdeildin verður í beinni að nema fyrsta umferðin. Sú breyting verður í úrvalsdeild að félögin þurfa að gefa upp liðsskipan sína í hverri umferð með klukkustundarfyrirvara. Ef vel gengur getur vel verið að bætt verði í að ári og fleiri deildum bætt við.

Það er gaman að þessi skákhátíð geti nú farið fram með hefðbundnu sniði í fyrsta sinn í tvö ár!

Rétt er að minna á að þessi spá er fyrst og fremst til gamans og má ekki taka of alvarlega. Ritstjóri hefur oft takmarkaðar upplýsingar um styrkleika sveita.

Úrvalsdeild

Sex lið keppa og tefla tvöfalda umferð. Fyrri hlutinn verður tefldur núna frá fimmtudegi til sunnudags. Ritstjóri hefur takmarkaður upplýsingar um styrkleika sveitanna en eðlilegt hlýtur að vera að spá Víkingaklúbbnum sigri.

Hið „nýja“ Taflfélag Garðabæjar (eftir sameiningu við Hugin) sem og Taflfélag Reykjavíkur, sem hafa styrkt sig töluvert síðustu vikur, aðallega með gömlum Huginsmönnum, eru líklegust til að veita Víkingum keppni.

Ritstjóri spáir Fjölni fjórða sæti og SA því fimmta. Ritstjóri spáir Breiðabliki falli en þeir komust í úrvalsdeild vegna þess að SSON, fimmta sterkasta skákfélag Evrópu, afþakkaði sæti í deild þeirra bestu á Íslandi.

Spá ritstjóra

 1. Víkingaklúbburinn
 2. TG
 3. TR
 4. Fjölnir
 5. SA
 6. Breiðablik

Chess-Results

 1. deild

Það liggur í augum úti að spá SSON sigri í 1. deild og þar með sæti í úrvalsdeild að ári. Félagið hefur innan sinna raða tvö innlenda stórmeistara, tvo alþjóðlega meistara og einn FIDE-meistara og ekkert félag nálgast þá í styrkleika í 1. deild. Miklu erfiðara er að hins vegar að spá um önnur sæti. Fjögur b-lið taka þátt og eitt c-lið.

KR og TV hafa bæði sterkar sveitir sem urðu í tveimur efstu sætum í 2. deild í fyrra. B-lið TR og TG eru væntanlega sterkastar b-liðanna. SA hefur einnig sterka b-sveit.

Ritstjóri spáir b-sveit Víkinga og c-sveit TG falli.

Spá ritstjóra

 1. SSON
 2. TG-b
 3. TR-b
 4. TV
 5. KR
 6. SA-b
 7. Víkingaklúbburinn-b
 8. TG-c 

Chess-Results

2. deild

Sterkar sveitir má finna í 2. deildinni. Má þar nefna Hauka, Hróka alls fagnaðar og Skákgengið. B-sveitir Breiðabliks og Fjölnis eru líka væntanlegar sterkar.

Það er erfitt að spá í spilin enda ritstjóri með takmarkaðar upplýsingar um styrkleika liðanna. Ég ætla þó að spá  Hrókum alls fagnaðar og b-sveit Breiðabliks tveimur efstu sveitum og þar með sæti í 1. deild að ári. D-sveit TG og Austfirðingum spái ég falli.

Spá ritstjóra

 1. Hrókar alls fagnaðar
 2. Breiðablik-b
 3. Haukar
 4. TR-c
 5. Fjölnir-b
 6. Skákgengið
 7. SAUST
 8. TG-c 

Chess-Results

3. deild

Býsna sterkar sveitir má finna í 3. deild. Ritstjóri horfir þar ekki síst til b-sveitar SSON og Vinaskákfélagsins. Einnig getur c-sveit SA verið sterk. Ritstjóri spáir SSON og Vin tveimur efstu sætunum og þar með sæti í 2. deild að ári.

Erfitt er að spá fyrir fall en að lokum lætur ritstjóri þá spá vaða að það verði örlög tveggja sæti sem fengu sæti í deildinni með mjög skömmum fyrirvara vegna forfalla, SSON-c og Hróka alls fagnaðar-b.

Spá ritstjóra

 1. SSON-b
 2. Vinaskákfélagið
 3. SA-c
 4. TV-b
 5. KR-b
 6. TR-d
 7. SSON-c
 8. Hrókar alls fagnaðar-b

Chess-Results

4. deild

Þar má finna sterkar sveitir. Má þar nefna sveit Goðans, Sauðárkróks og c-sveit Breiðbliks.

Læt duga að spá topp fimm sætunum.

Spá ritstjóra

 1. Goðinn
 2. Sauðárkrókur
 3. Breiðblik-c
 4. TV-c
 5. Vin-b

Chess-Results

Gunnar Björnsson

Höfundur er ritstjóri skak.is og ætlar að tefla eina skák um helgina með b-sveit hins nýja TG.

- Auglýsing -