Benedikt Briem er einn efstur eftir sigur á Sonna. Mynd: IEB

Benedikt Briem (2062) er efstur með 6 vinninga að lokinni sjöundu umferð áskorendaflokks sem fram fór í gær. Hann vann Jóhann Ingvason (2172). Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2169) og Gauti Páll Jónsson (2064) eru í 2.-3. sæti með 6 vinninga. Jóhann Ingvason (2172), Benedikt Þórisson, Jóhann Arnar Finnsson og Sigurður Páll Guðnýjarson (1420) eru í 4.-7. sæti með 4½ vinning.

Gauti Páll er í 2.-3. sæti eftir sigur á Benedikt.

Áttunda og næstsíðasta umferð fer fram í dag og hefst kl. 14:00. Þá mætast:

  • Jóhann Arnar (4½) – Benedikt (6)
  • Sigurður Páll (4½) – Aleksandr (5)
  • Jóhann (4½) – Gauti Páll (5)
  • Hrund Hauksdóttir (4) – Benedikt (4½)

Rétt er að minna á að lokaumferðin verður tefld á Selfossi á sunnudaginn og hefst kl. 13

Tvö efstu sætin gefa keppnisrétt í landsliðsflokki að ári.

Skákir 7. umferð (6 efstu borðin)

- Auglýsing -