Hjörvar er taplaus á Selfossi! Hé rmeð fulltrúa bæjarins
Íslandsmeistari 2022 Hjörvar Steinn með Tómasi Ellert, formanni bæjarráðs Árborgar. — Morgunblaðið/Ingibjörg Edda Birgisdóttir

Hjörvar Steinn Grétarsson vann öruggan og sannfærandi sigur í keppni landsliðsflokks á Skákþingi Íslands sem lauk í gamla Landsbankanum á Selfossi um síðustu helgi og varð því Íslandsmeistari í skák annað árið í röð. Hjörvar var búinn að tryggja sér sigur fyrir síðustu umferð en hann hafði þá unnið Vigni Vatnar Stefánsson. Eftir sigur í lokaumferðinni var forskot hans á næsta mann 1½ vinningur.

Hjörvar Steinn byrjaði rólega og í skákinni við Hannes Hlífar Stefánsson í 3. umferð lenti hann í taphættu. Hann vann næstum allar lykilskákir eftir það.

Lokastaðan varð þessi: 1. Hjörvar Steinn Grétarsson 7½ v . (af 9) 2. Hannes Hlífar Stefánsson 6 v. 3.-5. Guðmundur Kjartansson, Héðinn Steingrímsson og Vignir Vatnar Stefánsson 5 v. 6.-7. Þröstur Þórhallsson og Hilmir Freyr Heimisson 4½ v. 8. Bragi Þorfinnsson 3½ v. 9. Alexander Oliver Mai 2½ v. 10. Símon Þórhallsson 1½ v.

Spennandi lokaumferð

Í vel skipuðum áskorendaflokki var keppt um tvö sæti í landsliðsflokki að ári og þar var baráttan hörð og spennandi. Fyrir síðustu umferð hafði Benedikt Briem hlotið 6½ v. af átta mögulegum og dugði jafntefli gegn Arnari Milutin til að tryggja sér keppnisrétt í landsliðsflokki að ári. En hann kom ekki að tómum kofanum hjá andstæðingi sínum sem var vel undirbúinn og vann í 31 leik. Alexandr og Jóhann Ingvason unnu báðir og Benedikt galt þess að hafa tekið tvær ½ vinnings yfirsetur sem þýddi að hann hlaut að koma illa út úr stigaútreikningi. Lokastaðan: 1. Alexandr Domalchuk-Jónasson 7 v. (af 9) 2.-3. Jóhann Ingvason og Benedikt Briem 6½ v. 4.-5. Gauti Páll Jónsson og Arnar Milutin 6 v.

Vegna betri mótsstiga vann Jóhann sér rétt til að tefla í landsliðsflokki á næsta ári.

Alexandr Domalchuk-Jónasson, sem er nýfluttur til landsins frá stríðshrjáðri Úkraínu, á eflaust eftir að koma meira við sögu skákarinnar hér á landi. Í eftirfarandi skák, sem hann tapaði að vísu, var baráttan hörð og skemmtileg:

Skákþing Íslands 2022; 7. umferð:

Alexandr Domalchuk-Jónasson – Jóhann Arnar Finnsson

Drottningarbragð

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 d5 4. cxd5 exd5 5. Bg5 Be7 6. e3 0-0 7. Bd3 c6 8. Dc2 h6 9. Bh4 Rh5 10. Bxe7 Dxe7 11. Rge2 Rd7 12. 0-0-0

Hvassasta leiðin sem gefur oft góð sóknarfæri.

12. … Rhf6 13. h3 He8 14. g4 Re4 15. Bxe4 dxe4 16. Hdg1 c5?!

Sá er gallinn við h6-leik svarts að framrásin g4-g5 eykst að afli. „Vélarnar“ gefa upp 17. g5! með hugmyndinni 17. … hxg5 18. h4! gxh4 19. Rd5 Dd8 20. Ref4! með vinningsstöðu.

17. d5?! c4 18. Hd1 Rc5 19. Hd4 b5

Snarplega leikið. Taki hvítur peðið opnast b-línan

20. Kb1 Hb8 21. Hhd1 b4 22. d6 Db7 23. Rd5 b3 24. axb3 Rxb3

 

 

 

25. Re7+?

Í flókinni stöðu missir hvítur af besta leiknum, 25. Hxc4! Nú jafnast leikurinn.

25. … Kh8 26. Rc1?

Eftir 26. d7! Bxd7 27. Hxd7 Da6 28. Dc3 Da1+ 29. Kc2 Da4! blasir þrátefli við.

 

 

26. … Rxd4 27. Hxd4 Be6 28. Dc3 Hed8 29. Re2 Da6! 30. Rf4 Hxd6 31. Rh5 Hxd4 32. Dxd4 f6 33. Rxf6

Hvítur hótar máti í næsta leik en svartur bægir hættunni frá.

33. … Bf7 34. Rxe4 c3!

Gamalkunnugt þema, að leika peði ofan í þrávaldaðan reit.

35. Rxc3 Db7 36. Rcd5 Hd8 37. De5 Bxd5 38. Rg6 Kh7 39. Ka1 Da6 40. Kb1 Dxg6+

– og hvítur gafst upp.

Skákþættir Morgunblaðsins birtast á Skák.is viku síðar en í blaðinu sjálfu. Þessi skákþáttur birtist 7. maí 2022.

- Auglýsing -