Norðurlandamót stúlkna hófst í gær í Osló í Noregi. Sex íslenskar stúlkur taka þátt. Iðunn Helgadóttir (1570), sem teflir í u16-flokki, og Guðrún Fanney Briem (1416), sem teflir í u-13 flokki, unnu báðar í fyrstu umferð.

U-16 flokkurinn

Iðunn Helgadóttr vann hins dönsku Leia Andries (1438). Katrín María Jónsdóttir tapaði í fyrstu umferð

U-13 flokkurinn

Guðrún Fanney Briem (1416) vann hinu norsku Sophie Damiano. Emilía Embla B. Berglindardóttir, Sigrún Tara Sigurðardóttir og Þórhildur Helgadóttir töpuðu.

Tvær umferðir eru tefldar í dag. Sú fyrri hófst kl. 8 og sú síðari hefst kl. 13.

Fararstjóri og þjálfari stúlknanna er Jóhanna Björg Jóhannsdóttir.

 

- Auglýsing -