Arkady Dvorkovich, forseti FIDE, lék fyrsta leikinn fyrir John Nunn í flokki 65+. Mynd: FIDE

Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2514) tekur þátt í HM öldunga sem fram fer þessa dagana í Assisi á Ítalíu.

Henrik teflir í flokki 50+ og hefur 3 vinninga að loknum fjórum umferðum. Gengið vel með svörtu mönnunum!

Fimmta umferð af ellefu alls fer fram í dag.

Alls taka 148 þátt í flokki Henriks og þar af 14 stórmeistarar. Henrik er næststigahæstur keppenda.

- Auglýsing -