Ellefta og síðasta umferð hefst Skákþings Íslands hefst fyrr en vanalega eða kl. 13 í dag. Teflt er á Ásvöllum í Hafnarfirði.
Eftir afar sviptingasama umferð í gær eru stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson og Vignir Vatnar Stefánsson efstir og jafnir með 8 vinninga. Þeir mætast í hreinni úrslitaskák í dag. Sá sem vinnur hana verður Íslandsmeistari í skák! Ef hún endar með jafntefli verður aukakeppni um titilinn. Annað hvort á milli þeirra tveggja aða þriggja manna aukakeppni ef Guðmundur Kjartansson, sem hefur hálfum vinningi minna, vinnur Braga Þorfinnsson.
Ef Vginir og Hannes verða tveir efstir og jafnir verður tefld aukakeppni sem hefst um hálftíma eftir að mótinu lýkur. Fyrst eru tefldar tvær atskákir (25+10). Verði jafnt verður teflt til þrautar með skemmri umhugsunartíma.
Ef Vignir, Hannes og Guðmundur verða efstir verður tefld aukakeppni með tvöfaldri umferðir með umhugsunartímanum 5+5.
Rétt er að benda á Skákvarpið hans Ingvars sem hefst fljótlega eftir að umferð heft.
Staðan eftir níu umferðir af ellefu
- 1.-2. Hannes Hlífar Stefánsson og Vignir Vatnar Stefánsson 8 v.
- 3. Guðmundur Kjartansson 7½ v.
- 4. Hilmir Freyr Heimisson 7 v.
- 5. Jóhann Hjartarson 5½ v.
- 6.-7. Aleksandr Domalchuk-Jonasson og Hjörvar Steinn Grétarsson 5 v.
- 8. Henrik Danielsen 3½ v,
- 9.-10, Lenka Ptácníková og Dagur Ragnarsson 3 v.
- 11, Bragi Þorfinnsson 2½ v.
- 12. Jóhann Ingvason 2 v.
Í umferð dagsins mætast (vinningar í sviga):
- GM Vignir Vatnar Stefánsson (8) – GM Hannes Hlífar Stefánsson (8)
- GM Guðmundur Kjartansson (7½) – GM Bragi Þorfinnsson (2½)
- GM Jóhann Hjartarson (5½) – IM Hilmir Freyr Heimisson (7)
- GM Henrik Danielsen (3½) – FM Aleksandr Domalchuk-Jonasson (5)
- GM Hjörvar Steinn Grétarsson (5) – Lenka Ptácníková (3)
- IM Dagur Ragnarsson (3) – Jóhann Ingvason (2)
Glæsileg umgjörð er á mótinu. Allir skákirnar í beinni (þó með 15 mínútna seinkun) og beinar lýsingar í umsjón okkar færustu lýsenda.
Styrktaraðilar mótsins eru
- Hafnarfjarðarkaupstaður
- Algalíf
- Teva
- Lengjan
- Guðmundur Arason
- MótX
Tenglar
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Skákvarpið
- Beinar útsendingar (Chess.com)
- BEinar útsendingar (Chess24)
- Beinar útsendingar (Chessbase)
- Beinar útsendingar (kingwatcher)