HIlmir Freyr að tafli á EM.

Fimmta umferð EM landsliða fer fram í dag og hefst útsending kl. 14:15.

Liðið í opnum flokki mætir liði Slóveníu sem er það 19. sterkasta á pappírnum og því töluvert sterkari en Íslendingar. Hafa styrkt sig með Vladimir Fedoseev (2675) sem er einn fjölda margra Rússa sem hafa flúið land eftir innrás Rússa í Úkraínu.  Hjörvar Steinn Grétarsson hvílir.

Liðið í kvennaflokki mætir líði Svía sem heldur sterkara en það íslenska. þar skiptir mestu máli að goðsögnin Pia Cramling (2440) teflir á fyrsta borð. Streymisstjarnan Anna Cramling Bellon (2085) teflir einnig með Svíum. Lisseth Acevedo Mendez hvílir.

- Auglýsing -