Ríkharður var í viðtali á Útvarpi sögu fyrir skemmstu.

Kristján Örn Elíasson hefur um margra mánaða skeið stjórnað, ákaflega vel heppnuðum, vikulegum útvarpsþáttum, á miðvikudögum, á Útvarpi Sögu – sem heita; Við skákborðið.

Í gær mætti Ríkharður í settið í Skipholtinu. Í kynningu um þátttinn segir meðal annars:

Ríkharður Sveinsson formaður Taflfélags Reykjavíkur og alþjóðlegur skákdómari settist Við skákborðið að þessu sinni. Ríkharður sagði frá stofnun taflfélagsins og starfsemi þess en TR er elsta og eitt virkasta skákfélag landsins, stofnað laugardaginn 6. október 1900 og því 123 ára.

Þáttinn má nálgast á Spotify.

 

Eldri þætti má nálgast hér á Spotity.

- Auglýsing -