Séð yfir skáksalinn í Rimó. Mynd: Halla

Síðari hluti úrvalsdeildar Íslandsmóts skákfélaga hófst á fimmtudagskvöldið. Úrvalsdeildinni hefur verið gerð góð skil á öðrum stað á Skak.is.

Aðrar deildir hefjast kl. 11 í dag. 300 manns sitja að tafli í hverri umferð og má gera ráð fyrir að um 400 manns tefli um helgina. Hér má finna helstu upplýsingar um stöðuna í öðrum deildum. Teflt er í Rimaskóla.

Í öðrum deildum en úrvalsdeild eru tefldar sjö umferðir. Fjórar umferðir voru tefldar í haust og þrjár skákir verða tefldar um helgina. Í dag kl. 11 og 17:30 og kl. 11 á morgun. Verðlaunaafhending verður að lokinni síðustu umferð.

Skákdeild Breiðabliks er í efsta sæti í 1. deild með fullt hús stiga og eru til alls líklegir til að endurheimta sæti sitt í deild þeirra bestu að ári. Skákfélag Akureyrar er í öðru sæti með 7 stig. Þessi lið mætast í síðustu umferð í viðureign sem gæti verið hrein úrslitaviðureign.

B-sveit Akureyringa er á toppnum í 2. deild með 7 stig, B-sveit KR og c-sveit Taflfélags Reykjavíkur eru í 2.-3. sæti með 6 stig.

B-sveit Fjölnis er í efsta sæti í 3. deild með 7 stig, Skákfélag Sauðárkróks í öðru sæti með 6 stig og Skákfélag Selfoss og nágrennis í því þriðja með 5 stig.

Skákfélagið Dímon er langefst í fjórðu deild með fullt hús stiga. B-sveit Vinaskákfélagsins, e-sveit KR og c-sveit Skákfélags Akureyrar eru í 2.-4. sæti með 6 stig.

1. DEILD

Breiðablik með fullt hús en Akureyri með 7 vinninga. Þessar sveitir mætast í lokaumferðinni og verður það væntanlega hrein úrslitaviðureign um hvort liðið fer upp! Vinaskákfélagið virðist ætla að falla en þeir eiga bara efstu sveitirnar eftir, spurning hvaða lið fylgja því niður í 2. deild.

1. deildin á Chess-Results

2. DEILD

SA-b hafa 7 stig, KR-b og TR-c hafa 6 stig en KR-b hafa betur á borðavinningum.

2.deild á chess-results

3. DEILD

Fjölnir-b hafa 7 stig og Sauðárkrókur hefur 6 stig. Goðinn „lúrir“ og búnir að tefla við allar efstu sveitirnar. Seinni hlutinn gæti orðið spennandi.

3.deild á chess-results

4. DEILD

 

Dímon hafa 8 stig og fara upp. Þrjú lið hafa 6 stig og ljóst að baráttan um að fara upp með Dímon verður hörð.

4. deildin á chess-results

 

- Auglýsing -