Ný alþjóðleg skákstig komu út 1. september. Vignir Vatnar Stefánsson (2531) eykur enn forskot sitt og enn á eftir að bæta við mótinu sem hann vann á Tenerife um mánaðarmótin. Emilía Embla B. Berglindardóttir  (1577) hækkaði mest í mánuðinum en á eftir henni í röðinni koma feðgar.

TOPP 20

Vignir Vatnar heldur áfram vegferð sinni upp í 2600 stigin sem hann hefur einhvern tímann sett sér sem markmið. Það verða líklega meiri breytingar á topp 20 listanum í næsta mánuði eftir ólympíumótið.

NÝLIÐAR

Tveir ungir skákmenn koma nýir inn á lista í mánuðinum þeir Kristján Freyr Páluson (1550) og Dagur Sverrisson (1457).

HÆKKUN

Emilía Embla B. Berglindardóttir (1577) hækkaði um 65 stig í mánuðinum í 5 skákum en í næstu sætum voru feðgarnir Theodór Eiríksson (1690) og Eiríkur Orri Guðmundsson (1569) en Theodór heldur pabba sínum enn rétt fyrir aftan sig.

STIGAHÆSTU SKÁKKONUR LANDSINS

Olga Prudnykova  (2274) er áfram stigahæsta skákkona landsins en hún hækkaði um 6 stig í mánuðinum. Annars voru ekki margar breytignar á topplistanum.

STIGAHÆSTU UNGMENNI (U20)

Alexander Domalchuk-Jonasson (2366) er stigahæsta ungmenni landsins. Benedikt Briem (2172) tryggði stöðu sína í öðru sæti og Adam Omarsson kom sér upp fyrir 2000 stig.

 

STIGAHÆSTIR Á VISKUALDRINUM (50+)

Jón Þorvaldsson gaf því blessun sína að viskualdurinn væri 50+ vegna „ákveðinna vefrænna breytinga sem verða á heilanum.“ Þegar menn verða 65 ára öðlast menn hins vegar sæmdarheitið vitringar að hans sögn. Greinarhöfundur heldur sig því við 50+ sem viskualdurinn.

Jóhann Hjartarson (2474) er áfram efstur en Hannesi Hlífari Stefánssyni (2471) minnkaði forskot hans niður í 3 stig í mánuðinum.

- Auglýsing -