Íslenska sveitin í opnum flokki tapaði 1-3 gegn Ísrael í 7. umferð Ólympíumótsins.
Guðmundur og Helgi Áss gerðu jafntefli en Vignir Vatnar og Hannes Hlífar töpuðu.
Íslenska sveitin í kvennaflokki vann góðan 4-0 sigur á Kósovó. Lengi vel leit út fyrir að andstæðingar Íslands næðu að marka aðeins á okkar konur en íslenska seiglan skilaði fullu húsi vinninga í dag.
Áttunda umferð mótsins hefst kl. 13:15 á morgun.
- Auglýsing -