Íslensku keppendurnir fóru í dag af stað í „seinni hálfleik“ Evrópumóts einstaklinga í skák efir frídag. Vignir Vatnar Stefánsson náði sér í sigur í skák dagsins en alþjóðlegi meistarinn Aleksandr Domalchuk-Jonasson varð að sætta sig við jafntefli í sinni skák. Báðir höfðu þeir svart í sínum skákum.
Vignir mætti skoskum strák með rétt yfir 2300 en Aleksandr mætti pólskum CM með 2150. Skákir þeirra voru ekki í beinni útsendingu.
Eftir umferðina hefur Vignir 4 vinninga en Aleksandr hefur 3,5 vinning. Verkefni morgundagsins er eftirfarandi:
Keppendur á mótinu í ár eru alls 375 og er Vignir númer 69 í stigaröðinni en Aleksandr númer 179. Heimamaðurinn Bogdan-Daniel Deac (2692), sigurvegari á síðasta Reykjavíkurskákmóti, er stigahæstur og eins er Alexey Sarana (2689) alltaf líklegur en fyrir aðeins 2 árum vann hann þrjú mismunandi evrópumót á sama ári þ.e. með mismunandi tímamörkum og bæði einstaklings- og liðakeppni! Tefldar eru 11 umferðir og mikið er í húfi en 20 efstu skákmenn mótsins komast á Heimsbikarmótið sem fram fer síðar á þessu ári.