Landsmótið í skólaskák fer fram á Ísafirði 3.-4. maí nk. Kjördæmamótin fara nú fara hvert eftir öðru. Því fyrsta, Vestjarðarmóti í skólaskák, lauk í vikunni. Það er ánægjulegt að segja frá því að þetta er fyrsta Vestfarðarmótið sem fram fer um langt árabil. Röð efstu manna í flokkunum urðu sem hér segir:

Hér eru úrslitin í öllum flokkum samandregin:

1.-4. bekkur (8 keppendur):

  1. sæti: Samúel Máni Samúelsson (GÍ), 7 vinningar af 7
  2. sæti: Brimar Helgi Egilsson (GÖ), 6 vinningar af 7
  3. sæti: Pétur Ívar Eyþórsson (GÍ), 5 vinningar af 7

5.-7. bekkur (7 keppendur):

  1. sæti – Karma Halldórsson (GÍ), 7 vinningar af 7
  2. sæti – Nirvaan Halldórsson (GÍ), 6 vinningar af 7
  3. sæti – Gunnsteinn Skúli Helgason (GÍ), 5 vinningar af 7

8.-10. bekkur (4 keppendur plús tveir sem hættu við vegna veikinda):

  1. sæti – Sigurjón Kári Eyjólfsson (GÍ), 5 vinningar af 6 – sigraði í bráðabana
  2. sæti – Stígur Aðalsteinn Arnórsson (GÍ), 5 vinningar af 6
  3. sæti – Benedikt (GÖ), 2 vinningar af 6

Samúel Máni, Karma og Sigurjón Kári hefur allir áunnið sér keppnisrétt á Landsmótinu. Auk þess hefur þegar verið ákveðið að Nirvaan fái eitt boðssæti SÍ á mótið.

Halldór Bjarkarson fær miklar þakkir fyrir að hafa stýrt mótshaldinu. SÍ gaf 10 klukkur og töfl vestur til Ísafjarðar auk þess að leggja fram verðlaun.

 

- Auglýsing -