Evrópumót landsliða fer fram í Batumi í Georgíu dagana 5.-14. október. Fram að móti munum við kynna EM-farana, einn á dag. Í dag kynnum við til leiks Guðrúnu Fanneyju Briem sem teflir í fyrsta skipti á EM landsliða í skák
Nafn
Guðrún Fanney Briem
Félag
Breiðablik
Hversu oft hefur þú farið á EM landsliða?
Aldrei
Á hvaða ertu að horfa á Netflix (eða annarri veitu) þessa dagana?
Horfi ekki mikið en Suits og A series of unfortunate events.
Uppáhaldsskákmaður og af hverju?
Er ekki með eitthvern einn uppáhalds en Bent Larsen er fínn. Hann tefldi svo vel og á skemmtilegan hátt.
Verður ManU í efri eða neðri helmingi úrvalsdeildarinnar?
Efri
Uppáhaldskákbyrjun og af hverju?
Uppáhalds byrjununin mín er ítalska leikurinn. Sérstaklega línurnar þar sem ég fæ biskupaparið.
Hvernig slakarðu á milli umferða á mótum?
Ég slaka á milli umferða með iðunni að bralla eitthvað.
Batumi hefur stundum verið líkt við borg í Bandaríkjunum? Gætirðu nefnt hvaða?
Chicago?
Georgía hefur átt margar þekktar skákkonur. Hverja telur þú þá næstþekktustu?
Ég veit að Nona Gaprindashvili er frá Gergíu en ekki aðrar.
Hver verður andstæðingur Gukesh í næsta HM-einvígi?
Pragg
Hvaða bók ertu að lesa þessa dagana?
Bókin heitir Besti leikurinn eftir Vlastimil Hort og Vlastimil Jansa.
Hvernig er þínum undirbúningi (skáklegum, andlegum og líkamlegum) háttað fyrir EM
landsliða nú?
landsliða nú?
Var að keppa á æfingamóti í Danmörku og er að stúdera mikið. Ég hreyfi mig mikið og hugsa um jákvæðu hlutina.
Hvernig tengist kvikmyndin Tinder Swindler borginni Batumi?
Maðurinn sem myndin snýst um var handtekinn í Batumi nýlega.
Markmið þín á mótinu?
Að ég verð vel undirbúin fyrir allar skákir og við sem lið endum ofar á röðinni heldur en eló stigin segja.
Hverja telur þú líklegasta Evrópumeistara?
Georgíu í kvenna og Aserbaídsjan opna.
Áfram?
Ísland!
- GM Vignir Vatnar Stefánsson
- GM Guðmundur Kjartansson
- IM Dagur Ragnarsson
- GM Hannes Hlífar Stefánsson
- IM Aleksandr Domalchuk-Jonasson
- WGM Lenka Ptácníková
- WFM Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir
- WCM Guðrún Fanney Briem
- WCM Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
- WCM Iðunn Helgadóttir
- FST/GM Helgi Ólafsson
- FT/FM Ingvar Þór Jóhannesson
- GM Vignir Vatnar Stefánsson
- GM Guðmundur Kjartansson
- IM Dagur Ragnarsson
- GM Hannes Hlífar Stefánsson
- IM Aleksandr Domalchuk-Jonasson
- WGM Lenka Ptácníková
- WFM Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir
- WCM Guðrún Fanney Briem
- WCM Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
- WCM Iðunn Helgadóttir
- FST/GM Helgi Ólafsson
- FT/FM Ingvar Þór Jóhannesson
- Auglýsing -