Evrópumót landsliða fer fram í Batumi í Georgíu dagana 5.-14. október. Fram að móti munum við kynna EM-farana, einn á dag. Ritstjóri lýkur yfirferðinni á sjálfum sér og fer yfir „rétt svör“
Nafn
Gunnar Björnsson
Félag
TG, Valur, Liverpool og Hellir!
Hversu oft hefur þú farið á EM landsliða?
Síðan 2007 hef ég komið að EM landsliða að árinu 2009 undanskyldu á mísmunandi hátt. Alls níu sinnum. Árið 2007 var ég liðsstjóri þegar Ísland náði einum sínum allra besta sögulega árangri á mótinu (20. sæti). Árið 2011 var ég skákstjóri og árið 2015 var ég mótstjóri í Reykjavík. Oftast hef ég haft aðkomu að þessum mótum sem varaforseti ECU og í kringum ársþingið sem yfirleitt fer fram samhliða.
Á hvaða ertu að horfa á Netflix (eða annarri veitu) þessa dagana?
Hef verið að horfa á þættina 1883 á Netflix undanfarið og get alveg mælt með þeim. Gríp svo í Lucifer ef ég vil eitthvað léttmeti.
Uppáhaldsskákmaður og af hverju?
Sá yngsti og sá elsti í stórmeistarastétt eru mínar uppáhaldsskákmenn. Friðrik Ólafsson og Vignir Vatnar. Frábærar fyrirmyndir fyrir unga skákmenn.
Verður ManU í efri eða neðri helmingi úrvalsdeildarinnar?
Óskhyggjan segri neðri – en raunhæfnin efri
Uppáhaldskákbyrjun og af hverju?
Drekinn
Hvernig slakarðu á milli umferða á mótum?
Með því að sinna mínu daglega starfi. Reyni að vera viðstaddur hluta flestra umferða.
Batumi hefur stundum verið líkt við borg í Bandaríkjunum? Gætirðu nefnt hvaða?
Þetta höfðu flestir. Las Vegas. Of létt.
Georgía hefur átt margar þekktar skákkonur. Hverja telur þú þá næstþekktustu?
Þessi spurning vafðist fyrir flestum. Fyrir mér er bara eitt rétt svar. Maia Chiburdanidze sem var heimsmeistari kvenna í 13 ár – 1978-1991. Fjórir af tólf höfðu svarið á hreinu. Liðsstjórarnir og svo þau tvö (Lenka og Sasha) sem fædd eru í Austur-Evrópu! Okkar fólk ekki alveg með skáksöguna í á hreinu. Björn Ívar – ætlarðu eitthvað að gera í þessu?
Hver verður andstæðingur Gukesh í næsta HM-einvígi?
Ég spái al-Indversku heimsmeistaraeinvígi og andstæðingur Gukesh verði Pragg. Til vara er er það Abdusattarov.
Hvaða bók ertu að lesa þessa dagana?
Tók með mér tvær bækur til Batumi til að grípa í. Annars Fjórar árstíðar – sjálfsævisögu Reynis Grétarssonar, sem ég hlakka mikið til að lesa, og hins vegar WOW – ris of fall flugfélags sem er eftir Sesamfræið sem mig langar að lesa aftur eftir nýjustu vendingar.
Hvernig er þínum undirbúningi (skáklegum, andlegum og líkamlegum) háttað fyrir EM
landsliða nú?
landsliða nú?
Alltaf heilmikill undirbúningur fyrir EM landsliða á skrifstofu SÍ. Töluverður tími hefur farið í fjáröflun til að ná sem mestu upp í kostnað SÍ en EM er mjög dýrt mót fyrir SÍ – jafnvel í samanburði við Ól þar sem gisting er ókeypis. Svo alls konar samskipti við mótshaldara og keppendur. Það þurfti t.d á lokadögum að endurskipuleggja ferðalag nokkra keppenda heim eftir fall Play.
Hvernig tengist kvikmyndin Tinder Swindler borginni Batumi?
Þetta höfðu flestir á hreinu. Aðalskúrkurinn var handtekinn nýlega í Batumi.
Markmið þín á mótinu?
Aðstoða keppendur, sinna fréttflutningi og gæti hagsmuna SÍ á vettvangi ECU.
Hverja telur þú líklegasta Evrópumeistara?
Þjóðverjar eru líklegastir í opnum flokki finnst mér með Keymer, Bluebaum og Svane-bræðir. Hollendingar til alls líklegir með sjóðheitan Giri. Spái að heimakonur vinni kvennaflokkinn
Áfram?
Ísland, Liverpool, Gauti og Helgi
- GM Vignir Vatnar Stefánsson
- GM Guðmundur Kjartansson
- IM Dagur Ragnarsson
- GM Hannes Hlífar Stefánsson
- IM Aleksandr Domalchuk-Jonasson
- WGM Lenka Ptácníková
- WFM Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir
- WCM Guðrún Fanney Briem
- WCM Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
- WCM Iðunn Helgadóttir
- FST/GM Helgi Ólafsson
- FT/FM Ingvar Þór Jóhannesson
- Auglýsing -