Æfingar hjá Skákdeild Breiðabliks hefjast á ný þann 6. janúar eftir gott jólafrí.
Nýr þjálfari er genginn í raðir Skákdeildar Breiðabliks, hinn öflugi skákmótahaldari Arnar Ingi Njarðarson sem mun þjálfa flokk 2.-4. bekkjar.

Lenka þjálfar 1. bekk og yngri, en í þeim hópi hefur verið góð mæting í haust. Arnar Milutin Heiðarsson og Vignir Vatnar Steáfansson verða með æfingar uppí Kór fyrir 1.-4. bekk. Stúlknaæfingar í samstarfi við Skákskólann verða áfram á mánudögum þar sem Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Veronika Steinunn Magnúsdóttir þjálfa. Birkir Karl Sigurðsson heldur áfram með efnilegan framhaldshóp. Helgi Ólafsson og Ingvar Jóhannesson sjá um afrekshóp.
Áhugasamir geta skoðað úrval æfinga nánar hér: http://breidablik.is/skak/aefingatafla-skak/
Leyfilegt er að prufa æfingu 2x án gjalds.












