
Landsliðskonan Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir átti ekki góðan dag á Landsmóti Sviss sem nú fer fram. Tefldar eru tvær umferrðir á dag og fóru þriðja og fjórða umferð fram í dag.
Í fyrri umferðinni laut Hallgerður í dúk gegn franska alþjóðlega meistaranum Sebastien Joie (2380) þar sem Hallgerður hafði hvítt. Í seinni skákinni tapaði hún gegn svissneska skákmanninum Philippe Corbat (1910) með svörtu.
Í fimmtu umferðinni mætir Hallgerður öðrum Svisslending Valentin Palmonella (2127) og hefur hvítt.
- Heimasíða mótsins
- Mótið á chess-results
- Beint á lichess
- Auglýsing -












