Eftirfarandi póstur var sendur á aðildarfélög Skáksambands Íslands í gær.
Til forsvarsmanna skákfélaga
Stjórn Skáksambands Íslands (SÍ) hélt sinn tíunda stjórnarfund á starfsárinu þann 6. maí sl.
Fundargerðir stjórnar- og aðalfunda
Fundargerðir stjórnar- og aðalfunda SÍ má nálgast á heimasíðu sambandsins:
👉 https://skak.is/skaksamband/fundargerdir/

Mótahald framundan
a) Íslandsmót skákfélaga 2025-26
Fyrri hluti mótsins fer fram dagana 13.–16. nóvember 2025.
b) Íslandsmót skákfélaga 2025-2026
Stefnt er að því að seinni hlutinn fari fram dagana 5.–8. mars 2026. Endanleg dagsetning bíður þó eftir staðfestingu á tímasetningu EM einstaklinga.
c) Reykjavíkurskákmótið 2026
Mótið fer fram 25.–31. mars 2026.

Aðalfundur SÍ
Aðalfundur Skáksambands Íslands verður haldinn laugardaginn 14. júní 2025 á Blönduósi.
Formleg boðun verður send út með tölvupósti á í dag 14. maí.
  • Tillögur um lagabreytingar skulu berast skrifstofu SÍ með a.m.k. 20 daga fyrirvara, þ.e. í síðasta lagi 25. maí.
  • Framboð til embættis forseta SÍ skulu berast formanni kjörbréfanefndar með a.m.k. 10 daga fyrirvara, þ.e. í síðasta lagi 4. júní.

Árgjöld SÍ
Engar umsagnir hafa borist um núverandi fyrirkomulag þrátt fyrir beiðni þar um. Stjórn SÍ mun því leggja til óbreytt fyrirkomulag, þ.e. 6.000 kr. á virka skákmenn 20 ára og eldri. Félög eru þó hvött til að senda inn aðrar tillögur ef þær eru fyrir hendi.

EM ungmenna 2025
Skáksambandið hefur stefnt að þátttöku í EM ungmenna, sem fram fer í Budva, Svartfjallalandi, 28. október – 8. nóvember 2025.
👉 Nánar: https://eycc25.me
17 ungmennum hefur verið boðið að keppa fyrir Íslands hönd.
Við val á keppendum er stuðst við töflu hér að neðan sem unnin er úr úrslitum EM/HM ungmenna síðustu ár. Miðað er við hæstu stig keppenda síðustu 12 mánuði.
  • Heims: Líklegt að keppandi lendi í efsta fjórðungi móts
  • Afreks: Líklegt að keppandi lendi í efri helmingi móts
  • Lágmark: Líklegt að keppendi lendi ofar en í neðsta fjórðungi móts

Reglugerð um val keppenda

Strákar Stig Stelpur Stig
U18 Heims 2350 U18 Heims 2100
Afreks 2200 Afreks 1950
Lágmark 2000 Lágmark 1850
U16 Heims 2250 U16 Heims 2000
Afreks 2100 Afreks 1850
Lágmark 1950 Lágmark 1750
U14 Heims 2100 U14 Heims 1900
Afreks 1950 Afreks 1800
Lágmark 1800 Lágmark 1650
U12 Heims 2000 U12 Heims 1750
Afreks 1850 Afreks 1650
Lágmark 1700 Lágmark 1550
U10 Heims 1800 U10 Heims 1650
Afreks 1700 Afreks 1550
Lágmark 1550 Lágmark 1450
U8 Heims 1650 U8 Heims 1500
Afreks 1550 Afreks 1450
Lágmark 1450 Lágmark 1400

EM taflfélaga 2025
EM taflfélaga verður haldið á Ródos í Grikklandi, 18.–26. október 2025.
👉 Nánar: https://eccc2025.com
Að minnsta kosti sex íslensk skákfélög geta tekið þátt í opnum flokki. Félög sem hafa áhuga eru beðin um að senda tölvupóst á skaksamband@skaksamband.is í síðasta lagi 1. júní 2025. Þau félög sem lýsa yfir áhuga með formlegum hætti fá forgang ef fleiri en sex félög óska eftir þátttökurétti.

Með bestu kveðju,
Stjórn Skáksambands Íslands