Hilmir Freyr Heimisson er efstur eftir fjórar umferðir  af sex í flokki skákmanna eru yfir 1600 elo stig á Meistaramóti Skákskóla  Íslands. Hilmir, sem vann mótið í  fyrra með fullu húsi, hefur gert eitt jafntefli og unnið þrjár skákir og er því með 3 ½  vinning af fjórum mögulegum. Í fimmtu umferð sem hófst í morgun áttust við m.a. Hilmir Freyr og  Arnar Milutin Heiðarsson.

Staðan á Chess-Results.

Í flokki keppenda sem eru undir 1600 elo stigum stendur Arnar Smári Signýjarson best að vígi að loknum fimm umferðum af átta. Hann var með 4 ½  vinning af fimm mögulegum þegar sjötta umferð hófst kl. 10 í morgun og mætti þá Batel Goitom sem var með 4 vinninga eins og Gunnar Erik Guðmundsson og Þorsteinn Magnússon.

Staðan á Chess-Results.

- Auglýsing -