Magnus Carlsen (2843) vann öruggan sigur á Levon Aronian (2764) í þriðju umferð Altibox Norway Chess- mótsins í gær. Carlsen hefur þar með vinnings forskot á næstu menn en öllum öðrum skákum umferðirnar lauk með jafntefli. Carlsen er nú með 2851 skákstig á lifandi stigalistanum.

Frídagur er á morgun vegna fyrstu umferðar Íslandsmótsins. Mótinu verður framhaldið á sunnudaginn. Fréttaflutningur Skák.is frá mótinu verður lítill þar sem öll áhersla verður lögð á góðan fréttaflutning frá Íslandsmótinu.

Áhugamönnum um mótið er þess í stað bent á heimasíðuna og Chess.com.

Nánar á Chess.com.

Mynd Lennart Ooates (Heimasíða móts).

- Auglýsing -