Fjölnismenn (t.v.) fóru illa með b-sveit Huginskappa: Mynd: Ingibjörg Edda.

Taflmennska í fyrstu deild Íslandsmót skákfélaga hófst í kvöld í Rimaskóla. Fjölnismenn hefa snemmbúna forystu en þeir snýttu b-sveit Hugins allhressilega með stórsigri, 7½-½ sem eru miklu stærri sigur en búast mátti við miðað við styrkleikamun sveitanna.

Víkingar unnu sannfærandi sigur á TR. Mynd: Ingibjörg Edda.

Íslandsmeistar Víkingaklúbbsins hófu titilvörnina með 5½-2½ sigri á Taflfélagi Reykjavíkur. Skákfélagið Huginn vann Taflfélag Garðabæjar.

Önnur úrslit urðu þau þau að Skáksamband Breiðabliks, Bolungarvíkur og Reykjaness vann Skákdeild KR 7-1 og eru í öðru sæti. Skákfélag Akureyrar gerði 4-4 jafntefli við b-sveit Taflfélags Reykajvíkur.

Öll úrslit dagsins má finna á Chess-Results.

Önnur umferð fer fram á morgun (föstudag) og þá hefst einnig taflmennska í 2.-4. deild.

Spá ritstjóra Skák.is um gang mála má finna hér. Umfjöllun á skákhlaðvarpinu um Íslandsmót skákfélaga (og reyndar um heimsmeistaeinvígið einnig) má finna hér.

Séu skoðuð meðalstig sveita í fyrstu umferð eru þau sem hér segir:

Víkingaklúbburinn 2466
Huginn-a 2424
TR-a 2349
Fjölnir 2314
TG 2234
Breiðablik, Bolungarvík og Reykjanes 2216
SA 2208
Huginn-b 2120
TR-b 2077
KR 1987

Rétt er að taka fram að meðalstig sveita í fyrstu umferð þurfa alls ekki að gefa rétta mynd að styrkleika sömu í komandi umferðum. Auk þess er þekkt að “stig tefla ekki” :). Meðalstig sveita gefa hins vegar vissulega mikla vísbendingu um styrkleika þeirra.

- Auglýsing -