Hannes sigurvegari alþjóðlega mótsins í Prag. Mynd: Heimasíða mótsins.

Stórmeistarinn, Hannes Hlífar Stefánsson (2523), stóð sig frábærlega á alþjóðlega mótinu í Prag sem lauk í gær. Hannes gerði jafntefli við rússneska stórmeistaranum Evgeny Vorobiov (2566) í lokaumferðinni og hlaut 7½ vinning í níu skákum.

Hannes fær keppnisrétt í lokuðum flokki að ári.

Frábær árangur sem samsvarar 2710 skákstigum. Hannes hækkar um 21 stig á mótinu og verður væntanlega orðinn næststigahæsti skákmaður landsins á stigalista FIDE, 1. apríl 2019.

Samkvæmt reglum Skáksambandsins tryggir þetta góður árangur Hannesar boð á EM einstaklinga. Það mótið hefst hins vegar á morgun svo það gengur ekki að þessu sinni. Hannesi stendur til boða að eiga það inni fyrir EM 2019 eða verða boðið á Norðurlandamótið í skák sem fram fer í Sarpsborg í júní nk. Þar teflir Helgi Áss Grétarsson, sem Íslandsmeistari, meðal annarra. Sigurvegari þess móts fær keppnisrétt á Heimsbikarmótið í skák í Khanty Manskiesk í haust.

Alls tóku þátt 172  skákmenn í flokki Hannes frá 29 löndum og þar á meðal voru 12 stórmeistarar.

- Auglýsing -