Íslandsmeistarar Hörðuvallaskóla í eldri flokki.

Íslandsmót grunnskólasveita 2019 fer fram í Landakotsskóla 30. mars nk. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 10+2. Teflt verður eftir svissneska kerfinu. Taflmennskan hefst kl. 11 og lýkur mótinu um kl. 14.

Hver skóli getur sent fleiri en eina sveit. Í hverri sveit eru fjórir skákmenn. Keppendur skulu vera í 8.–10. bekk. Skákmenn úr 1.-7. bekk mega taka þátt en eingöngu þó í a- eða b-sveitum.

Þátttökugjöld kr. 7.500.- á sveit. Þó ekki hærri en kr. 15.000.- fyrir hvern skóla.

Veitt verða verðlaun fyrir efstu b-c sveitir ásamt verðunum fyrir efstu sveitir af landsbyggðinni.

Veitt verða borðaverðlaun fyrir bestan árangur á 1.-4. borði.

Íslandsmeistarinn fær  keppnisrétt til þátttöku á Norðurlandamóti grunnskólasveita sem fram fer í Svíþjóð í september.

Skráning fer fram í gula kassanum á Skák.is. Skráningu skal lokið í í síðasta lagi kl. 16 þann 28. mars.

Ath. Áríðandi er að sveitirnar séu skráðar fyrirfram.