Verðlaunahafarnir á fjóróða mótinu í Laufásborg.

Fjórða mótið í Mótaröð Laufásborgar fór fram um helgina. Hinn sjö ára Jósef Omarsson kom sá og sigraði og vann allar skákirnar sínar! Aron Örn Hlynsson og Sæþór Ingi Sæmundarson urðu í 2.-3. sæti.

Í stúlknaflokki fékk Rebekka Kristjánsdóttir 3. sæti, Nikola Klimaszewska 2. sæti og Emilía Embla Berglindardóttir 1. sæti sem er aðeins sex ára.

Lokastaðan á Chess-Results.

Einnig voru veitt verðlaun fyrir besta árangur í hverjum árgangi (2010 til 2013).

Sigrún Andrewsdóttir lék fyrsta leikinn á mótinu.

Sigrún Andrewsdóttir, skákmamma og skákamma, lék fyrsta leikinn mótsins. Sigrún er mamma Áss-systkinina.

Skákframtíðin er svo sannarlega björt

Nánar á Facebook-síðu skákbarna Laufásborgar.