Þau unnu Rótarýbikarana: Batel, Markús Orri og Vignir Vatnar ásamt Helga Árnasyni formanni skákdeildar Fjölnis

Vignir Vatnar Stefánsson vann öruggan sigur og sigraði alla sína andstæðinga á Sumarskákmóti Fjölnis sem fram fór í hátíðarsal Rimaskóla. Batel Haile Goitom varð efst stúlkna og Markús Orri Jóhannsson efstur í yngri flokki.

Vignir Vtnar þaulsetinn á 1. borði og gaf andstæðingum sínum engan grið

Vignir Vatnar hefur allan sinn grunnskólaferil verið tíður gestur á skákmótum Fjölnis og ekki síður sigursæll. Næstu keppendur á eftir Vigni Vatnari voru þeir Sharifa Ryan, Gunnar Erik, Benedikt Þórisson og Adam Ómarsson, allir með 5 vinninga.

Næstar á eftir Batel í stúlknaflokki komu þær TR stúlkur Iðunn Helgadóttir og Anna Katarína með hálfum vinningi minna. Þeir Fjölnisfélagar Eiríkur Emil og Arnar Gauti Helgason urðu í 2. og 3. sæti í yngri flokki. Rótarýklúbbur Grafarvogs gaf alla verðlaunabikara mótsins og fyrirtæki á við 66°N hafa stutt sumarskákmótið í fjölda ára.

Í hópi verðlaunahafa á Sumarskákmóti Fjölnis; Batel 1. sæti stúlkna og Arnar Gauti 2. sæti í yngri flokk

Sumarskákmótið var vel sótt að venju og hart barist um 20 efstu sætin sem gáfu áhugaverða vinninga frá Dómínó´s, SAM-bíóunum og 66° N. Skákmótið gekk afar vel fyrir sig enda flestir þátttakendurnir 56 að tölu með reynslu af grunnskólamótum vetrarins. Teflt var í rúmgóðum hátíðarsal Rimaskóla en á milli umferða nýttu krakkarnir sér að leika í fjölbreyttum leiktækjum félagsmiðstöðvarinnar og skemmtu sér vel. Skákstjórar voru þeir Helgi Árnason formaður skákdeildar Fjölnis og Páll Sigurðsson

Auk 20 vinninga var boðið upp á happadrætti þar sem 10 vinningar bættust við. Vinningslíkurnar því 50% sem gerist vart betra. 

Sjá úrslit á Chess-Results

- Auglýsing -