Guðmundur Kjartasson Íslandsmeistari í atskák 2019

Íslandsmótið í atskák 2019 fór fram 30. desember sl. Mótið var að þessu sinni í umsjón Taflfélags Reykjavíkur en Skáksamband Íslands lagði fram verðlaunafé mótsins – alls 120.000 kr. Mótið var sterkt en meðal keppenda voru tveir stórmeistarar og þrír alþjóðlegir meistarar. Alls tóku 46 keppendur þátt í mótinu.

Mótið var æsispennandi og svo fór að þrír keppendur komu efstir og jafnir í mark með 7½ vinning í 9 skákum. Það voru Guðmundur Kjartansson (2427), Þröstur Þórhallson (2498) og Hjörvar Steinn Grétarsson (2555).

Gummi hafði titilinn eftir oddastigaútreining, Þröstur varð annar og Hjörvar þriðji.

Skákstjóri var Ríkharður Sveinsson, formaður TR, en helsti frumkvöðull að því að TR héldi mótið var Gauti Páll Jónsson, varaformaður TR, vararitari SÍ og mikill áhugamaður um atskák.

Lokastöðuna má finna á Chess-Results.

Beðist er velvirðingar á því hvað þessi frétt birtist seint.

- Auglýsing -