Iðunn Helgadóttir tefldi á Rilton. Mynd: Heimasíða mótsins.

Þrjú íslensk ungmenni tóku þátt á Rilton Cup-mótinu í Stokkhólmi í Svíþjóð fyrir skemmstu. Er óhætt að segja að sú ferð hafi verið til stiga (fjár).

Benedikt Þórisson (1598) tók þátt í Elo-flokknum. Hann hlaut 4 vinninga í 9 skákum og hækkar um 55 stig fyrir frammistöðuna. Tefldi við stigahærri keppendur í öllum umferðum nema einni. Sjá nánar á Chess-Results.

Iðunn Helgadóttir (1233) og Bjartur Þórisson (1095) tóku þátt í u1800-flokknum. Bæði hækka þau um 60 skákstig. Sjá nánar á Chess-Results.

- Auglýsing -