Nú liggur fyrir að skákstarfið í landinu verður afar takmarkað næstu vikurnar. Það er þó engin ástæða til þess að leggjast í kör, heldur fagna því að “ástandið” kemur ekki í veg fyrir að áhugasamir geti haldið ótrauðir áfram, hist þráðlaust og tekið þátt í skemmtilegum skákviðburðum á Chess.com.

Félag Íslendinga á Chess.com, Team Iceland, mun standa fyrir fjölmörgum skákviðburðum á netinu næstu vikurnar. Leitast verður við að spegla vinsæla skákviðburði og fasta liði í mótaáætlun skákhreyfingarinnar.

Mótin eru að sjálfsögðu opin öllum Íslendingum og það kostar ekkert að taka þátt!

Þeir sem luma á skemmtilegum hugmyndum að mótum geta komið þeim á framfæri með því að senda póst á eggid77@gmail.com.

Þátttakendur þurfa að vera í Team Iceland. Nánari leiðbeiningar verða birtar fljótlega.

Dagskráin vikuna 15. – 22. mars

  • Mánudaginn 16. mars kl. 19:30 – (KR) hraðskákmót. 9. umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma

Tengill: https://www.chess.com/live#t=1158144

  • Þriðjudaginn 17. mars kl. 19:30 – Þriðjudagsmót (TR). 15+5 4 umferðir

Tengill: https://www.chess.com/live#t=1158145

  • Miðvikudaginn 18. mars kl. 19:30 – Hraðskákmót 3+2. Arena mót í 2 klukkutíma

Tengill: https://www.chess.com/live#r=169273

  • Fimmtudaginn 19. mars kl. 19:30 – Hraðskákmót 5+2. Arena mót í 2 klukkutíma

Tengill: https://www.chess.com/live#r=169274

- Auglýsing -