Jóhann Hjartarson að tafli á Reykjavíkurskákmótinu Mynd: Fiona Steil-Antoni.

Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson, FIDE-meistarinn, Ingvar Þór Jóhannesson, og Daði Ómarsson urðu efstir og jafnir á Laugó Invitational sem fram fór á Chess.com í gær. Hlutu 6 vinninga í 7 umferðum. Jóhann var úrskurðaður sigurvegari eftir oddastigaútreikning

Alls tóku 40 skákmenn þátt í mótinu sem haldið var samkvæmt beiðni skólastjóra Laugalækjarskóla, Jóns Páls Haraldssonar.

Lokastaða efstu manna

  1. GM Jóhann Hjartarson 6 v.
  2. FM Ingvar Þór Jóhannesson 6 v.
  3. Daði Ómarsson 6 v.
  4. Tómas Veigar Sigurðarson 5 v.
  5. CM Arnar Þorsteinsson 5 v.
  6. Svavar Viktorsson 5 v.
  7. Marel Guðlaugsson 5 v.
  8. Lenka Ptácníková 4,5 v.
  9. IM Áskell Örn Kárason 4 v.
  10. Jóhannes Kári Sólmundarson 4 v.
FÖSTUDAGINN 3. APRÍL KL. 20:00

Hraðskákmót Víkingaklúbbsins. 5+0 skákir í 120 mínútur (Arena mót)

Tengill: https://www.chess.com/live#r=175507

- Auglýsing -