Á mánudaginn verður Páskamót Vinaskákfélagsins. Verðlaun verða í formi Demants áskriftaraðgangs á Chess.com. Titilhafar sem vinna til verðlauna geta tilnefnt einhvern eða gefið þau eftir til næsta manns. Verðlaunin skiptast þannig:

  1. sæti 4 mánuðir
  2. sæti 3 mánuðir
  3. sæti 2 mánuðir
  • Efsti Grænlendingur 2 mánuðir
  • Undir 2000 stig 2 mánuðir
  • Undir 1800 stig 2 mánuðir

Tengill: https://www.chess.com/live#t=1179743


HVAÐ ÞARF AÐ GERA TIL AÐ TAKA ÞÁTT?

Nýliðar þurfa að ganga í hópinn https://www.chess.com/club/team-iceland á Chess.com áður en keppnin hefst.

Tengill á mótið sjálft er hér að ofan, en hann má einnig finna í “Tournaments” flipanum á Chess.com/live áður en mótið hefst.


Félag Íslendinga á Chess.com, Team Iceland, mun standa fyrir fjölmörgum skákviðburðum á netinu næstu vikurnar. Leitast verður við að spegla vinsæla skákviðburði og fasta liði í mótaáætlun skákhreyfingarinnar.

Mótin eru að sjálfsögðu opin öllum Íslendingum og það kostar ekkert að taka þátt!

- Auglýsing -