Frá skákæfingu Fjölnis. Mynd: HÁ

Síðari hluta ársins 2020 gerðu Skákdeild Fjölnis og Skákskóli Íslands með sér samkomulag um að einn kennari frá Skákskóla Íslands kæmi á vikulegar skákæfingar deildarinnar.

Það kemur sér vel að Jóhanna Björg landsliðskona valdist til þessa verkefnis þar sem fjöldi stúlkna sækir æfingarnar hverju sinni. Mikil skákgleði ríkir meðal barna í Grafarvogi og á hverja skákæfingu mæta 40-60 þátttakendur.

Vegna sóttvarnareglna þarf að tefla í 2-3 rýmum. Mynd: HÁ

Jóhanna Björg segist mjög ánægð með skipulag og framkvæmd skákæfinga hjá Fjölni og hlakkar til vormisseris sem hófst með fjölmennri æfingu sem 45 krakkar sóttu.

Jóhanna Björg skákkennari og landsliðskona. Mynd: Lisseth

Skákæfingar Fjölnis eru haldnar undir stjórn Helga Árnasonar formanns Skádeildar Fjölnis. Auk Jóhönnu Bjargar koma þeir Jóhann Arnar Finnsson, Arnór Gunnlaugsson og Joshua Davíðsson að kennslu og stjórnun æfinganna sem eru á fimmtudögum kl. 16.30 – 18.00. Þátttaka ókeypis.

Facebook-síða Skákdeildar Fjölnis

- Auglýsing -