Íslandsmót barna- og unglingasveita 2020 fer fram laugardaginn 16. janúar 2021 í skákhöllinni í Faxafeni 12. Um er að ræða keppni á milli taflfélaga. Mótið er fyrir skákmenn fædda 2005 og síðar og eru öll taflfélög sem hafa unglingastarfsemi hvött til að senda a.m.k. eitt lið til leiks.

Mótshaldið verður að sjálfsögðu í samræmi við reglugerð um takmörkun á á samkomum vegna farsóttar sem tekur gildi 13. janúar nk. Þar kemur fram um íþróttastarf.

Fyrirkomulag mótsins verður kynnt í byrjun næstu viku.

- Auglýsing -