Sumarnámskeið Breiðabliks er hugsað fyrir iðkendur sem hafa brennandi áhuga á skákinni.

Fyrirkomulagið verður þannig að það verða tvær æfingar á viku, á mánudögum og fimmtudögum frá 17.30-19.00. Staðsetning annað hvort Stúkan, Lindaskóli eða Smáraskóli.

Að auki verður heimanám í hverri viku sem nemendur fá á föstudögum fyrir þá sem taka þátt á námskeiðinu.

Kennarar á námskeiðinu verða Vignir Vatnar Stefánsson og honum til aðstoðar verður Benedikt Briem og um mánaðarmótin júlí/ágúst tekur Björn Ívar Karlsson við.

Fyrsta æfing fer fram fimmtudaginn 23. júní og seinasta æfingin fer fram 11. ágúst

Iðkandi þarf að vera með grunnatriði í skák á hreinu.

Verð fyrir allt sumarið:

Iðkendur í Skákdeild Breiðabliks: 19.900 krónur
Iðkendur í öðrum taflfélögum: 24.900 krónur

Lágmarksfjöldi iðkenda á námskeiðinu er 10 til að námskeiðið fari fram.

Skráning: Vstefansson46@gmail.com og bivark@gmail.com

- Auglýsing -