Íslandsmeistarar Rimaskóla í fyrra.

Íslandsmót grunnskóla – stúlknaflokkur fer fram í Rimaskóla laugardaginn 28. janúar og hefst kl. 13.

Teflt verður í þremur flokkum.

Fyrsti og annar bekkur

Fimm umferðir með tímamörkunum 4+2.

Þriðji til fimmti bekkur

Sex umferðir með tímamörkunum 6+2.

Sjötti til tíundi bekkur

Sex umferðir með umhugsunartímanum 8+2

Umferðafjöldi getur breyst með tilliti til fjölda þátttökuliða. Keppendur geta teflt upp fyrir sig, þ.e. með eldri sveit síns skóla. Í hverri sveit skulu vera fjögur borð. Varamenn mega vera allt að þrír. Engin takmörk eru fjölda liða frá hverjum skóla.

Veitt verða verðlaun fyrir bestu b- og c-sveitir í hverjum flokki. Einnig verða veitt verðlaun fyrir bestu landsbyggðarsveitir.

Þátttökugjald á sveit: 10.000 kr. Hámark 20.000 kr. á skóla.

Rimaskóli varð þrefaldur Íslandsmeistarar stúlknasveita í fyrra. Sjá nánar hér.

Skráningu skal lokið í síðasta lagi kl. 16:00, fimmtudaginn, 26. janúar. Ekki er hægt að skrá sveitir eftir þann tíma.

- Auglýsing -