Keppnissalurinn á Ásvöllum.

Landsliðsflokkur Skákþings Íslands fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði, dagana 15.-26. maí nk. Stjórn SÍ hefur boðið til leiks 12 skákmönnum í samræmi við lög og reglur sambandsins.

Í 5 grein skáklaga SÍ segir:

Eftirtaldir keppendur hafa þátttökurétt í landsliðsflokki:

  1. Þrír efstu menn í landsliðsflokki á síðasta Skákþingi Íslands og til vara sá sem þar hafnaði í fjórða sæti.
  2. Tveir efstu menn í áskorendaflokki á síðasta Skákþingi Íslands.
  3. Þrír stigahæstu menn landsins, miðað við virk skákstig, aðrir en þeir sem falla undir lið 1 eða 2, og til vara þeir tveir sem næstir þeim eru að stigum.
  4. Ungmennameistari Íslands.
  5. Íslandsmeistari kvenna frá árinu áður.
  6. Eftir atvikum aðrir keppendur valdir af stjórn SÍ.

Eftirtöldum skákmönnum hefur verið boðið að taka þátt í landsliðsflokki Skákþings Íslands 2023.

1 GM Hjörvar Steinn Grétarsson 2547 SÞÍ 2022
2 GM Hannes Hlífar Stefánsson 2510 SÞÍ 2022
3 GM Guðmundur Kjartansson 2453 SÞÍ 2022
4 FM Aleksandr Domalchuk-Jonasson 2336 Áskor 2022
5 Jóhann Ingvason 2132 Áskor 2022
6 GM Héðinn Steingrímsson 2503 Skákstig
7 GM Henrik Danielsen 2498 Skákstig
8 GM Helgi Ólafsson 2491 Skákstig
9 IM Hilmir Freyr Heimisson 2350 U22
10 WGM Lenka Ptácníková 2113 Kvenna
11 GM Jóhann Hjartarson 2480 Boðssæti
12 IM Vignir Vatnar Stefánsson 2466 Boðssæti

 

 

- Auglýsing -