Skákdeild Fjölnis heldur skákmót í Hlöðunni Gufunesbæ á vetrarleyfisdögum grunnskólannna. Mótið fer fram fimmtudaginn 23. febrúar frá kl. 13:30 – 15:30.

6 umferðir með tímamörkin 4.02.

Allir vetrarleyfisnemendur grunnskólanna velkomnir á ókeypis skákmót.

Í boði verður hin eina sanna skúffukaka sem alla skákkrakka hressir, bætir og kætir.

20 verðlaun. Skákmótið er á dagskrá Brúarinnar frístundamiðstöðvar á vetrarleyfisdögum.

Þátttakendur eru beðnir um að mæta tímanlega til skráningar kl. 13:15.

- Auglýsing -