Vignir að tafli í mótinu.

Alþjóðlegi meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2461) vann serbneska stórmeistarann Miodrag Savic (2430) í áttundu og næstsíðustu umferð Arandjelovac Open í Serbíu í dag.

Vignir hefur 6 vinninga og er í öðru sæti. Hann mætir gríska alþjóðlega meistaranum Dimitris Alexakis (2472) í lokaumferðinni á morgun. Vinni hann skákinni fær hann þriðja og síðasta áfangann að stórmeistaratitli!

Alexander Oliver Mai (2141) gerði jafntefli og hefur 2½ vinning.

Alls taka 48 skákmenn þátt frá 13 löndum. Þar af eru 13 stórmeistarar.  Vignir er nr. 8 í stigaröð keppenda en Alexander er nr. 37.

- Auglýsing -