Taflfélag Reykjavíkur stendur fyrir sumarnámskeiðum í sumar. Námskeiðin verða haldin í júní og ágúst og hefst fyrsta námskeiðið 5. júní.

Þátttakendum verður skipt í hópa eftir getu og er gert ráð fyrir 2-3 hópum. Fjöldatakmarkanir eru á námskeiðinu.

Kennt verður frá kl. 13-15 en félagsheimilið verður opið til kl. 16 og verður tíminn milli kl. 15-16 frjáls og leiðbeinandi á svæðinu. Boðið verður upp á hressingu.

Skráning fer fram hér eða í gegnum sportabler.

Nánari upplýsingar í netfangið taflfelag@taflfelag.is eða í s. 772-2990

- Auglýsing -