Íslandsmót skákfélaga 2019-20 – fyrri hluti

    0
    3830
    Hvenær:
    3. október, 2019 @ 20:00 – 6. október, 2019 @ 16:00
    2019-10-03T20:00:00+00:00
    2019-10-06T16:00:00+00:00
    Hvar:
    Rimaskóli
    Rósarimi 11
    112 Reykjavík
    Ísland
    Tengiliður:
    Gunnar Björnsson
    8206533
    Íslandsmót skákfélaga 2019-20 - fyrri hluti @ Rimaskóli | Reykjavík | Ísland

    Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2019-2020 fer fram dagana 3.-6. október nk. Fyrri hlutinn fer fram í Rimaskóla. Fyrsta umferð (eingöngu í 1.deild) mun hefjast kl. 19.30 fimmtudaginn 3. október.

    Aðrar deildir munu hefjast föstudaginn 4. október kl. 20.00. Síðan verður teflt laugardaginn 5. október kl. 11.00 og kl. 17.00 sama dag. Síðasta umferðin í fyrri hlutanum hefst kl. 11.00 sunnudaginn 6. október.

    Síðasti möguleiki fyrir félagaskipti er 13. september kl. 23:59. Skákmenn án félags og skákstiga eru undanþegnir þeim fresti.

    Síðari hlutinn fer fram á Hótel Selfossi, dagana 19.-21. mars 2020. Nánar kynnt síðar. Boðið verður upp á hagstæð tilboð á hótelgistingu.

    Umhugsunartími er 90 mín. á skákina + 30 sek. viðbótartími bætist við eftir hvern leik.

    Þátttökugjöld 2019-20 verða sem hér segir:

    1. deild kr. 95.000.-
    2. deild kr. 75.000.-
    3. deild kr. 25.000.-
    4. deild kr. 20.000.-

    Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn). Skráningarfrestur er til 20. september 2019.

    Skáksamband Íslands mun greiða ferðakostnað utan stór-Reykjavíkursvæðisins samkvæmt reikningum fyrir sveitir í 1. og 2. deild. Miða skal við einn brottfararstað á hverju svæði, t.d. Akureyri, Egilsstaði, Ísafjörð. Sami háttur verður hafður í 3. og 4. deild og áður, þ.e. þátttökugjöld eru lág en sveitirnar verða alfarið að sjá um ferðakostnað á skákstað.

    Minnt er á ný skáklög Skáksambands Íslands sem samþykkt voru á aðalfundi sambandsins 1. júní sl. Nýtt fyrirkomulag með sex liða úrvalsdeild, þar sem tefld verður tvöföld umferð, verður tekið upp keppnistímabilið 2020-21.

    Mótið á Chess-Results

    Deildaskipting 2020-21

    Skipting í deildir 2020-21 verður samkvæmt lokaniðurstöðu keppninnar 2019-20 sem hér segir:

    • Úrvalsdeild: Sex efstu sveitir 1. deildar .
    • 1. deild: Sveitirnar úr 7.-10. sæti í 1. deild og í 1.-4. sæti í 2. deild
    • 2. deild: Sveitirnar úr 5.-8. sæti úr 2. deild og 1.-4. sæti úr 3. deild
    • 3. deild: Sveitirnar úr 5.-11. sæti úr 3. deild og efsta sveitin úr 4. deild
    • 4. deild: Aðrar sveitir
    - Auglýsing -