Stjórn Skáksambands Íslands hefur tekið ákvörðun um að fresta landsliðs- og áskorendaflokki Skákþings Íslands um óákveðinn tíma, en mótin voru áformuð 28. mars – 5. apríl  nk. í Garðabæ.

Það er mat stjórnar SÍ og stjórnar Taflfélags Garðabæjar að miðað við tilmæli ríkisstjórnar um samkomur um að nálægð verði ávallt meiri en tveir metrar á milli séu allar forsendur fyrir slíku skákmótahaldi horfnar.

Stefnt er að því að gefa út nýjar dagsetningar fyrir mótunum um leið og forsendur eru til þess.

Í staðin fyrir þau mót og æfingar sem falla niður stefnir skákhreyfingin á að auka skákviðburði á netinu (mót, æfingar, fyrirlestra, fundi)  á meðan að samkomubanninu varir.