Fyrstu umferð á Ólympíuskákmótinu í Batumi var að ljúka hjá íslensku liðunum. Einhverjar skákir eru eftir hjá öðrum liðum en íslensku liðin hafa klárað sínar viðureignir.
Lið Íslands í opnum flokki vann tiltölulega þægilegan og auðveldan 4-0 sigur á Palestínu. Íslenska liðið var mun stigahærra á öllum borðum og lenti ekki í neinum teljandi vandræðum.
Kvennaliðið mætti liði Bahamas og var komið í 3-0 forystu eftir tiltölulega stuttan tíma og aðeins Nansý Davíðsdóttir sem lenti í erfiðleikum með úrvinnslu í sinni skák en var að sigla vinningnum í höfn þegar andstæðingur hennar féll á tíma og 4-0 einnig niðurstaðan hjá kvennaliðinu.
Nánar verður sagt frá viðureignum dagsins í pistli í kvöld.
Viðureignir dagsins á Chess24: Opinn flokkur | Kvennaflokkur
Mótið á chess-results 1.umferð: Opinn flokkur | Kvennaflokkur
Myndir frá 1. umferð: Myndir













