Íslandsmót skákfélaga fer fram við góðar aðstæður í Rimaskóla

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2018-2019 fer fram dagana 8.–11. nóvember  nk.  Mótið fer fram í Rimaskóla.  1. umferð (eingöngu í 1.deild) mun hefjast kl. 19.30 fimmtudaginn 8. nóvember. Aðrar deildir munu hefja taflmennsku föstudaginn 9. nóvember kl. 20.00 og síðan tefla laugardaginn 10. nóvember kl. 11.00 og kl. 17.00 sama dag.  Síðasta umferðin í fyrri hlutanum hefst kl. 11.00 sunnudaginn 11. nóvember.

Umhugsunartími er 90 mín. á skákina + 30 sek. viðbótartími bætist við eftir hvern leik.

Upplýsingar um styrkleikaraðaða lista, form og keppendaskrár. 

Spá ritstjóra væntanleg í kvöld eða á morgun.

- Auglýsing -