Ný alþjóðleg skákstig komu út í gær, 1. janúar. Frekar litlar breytignar eru meðal Íslendinga enda var ekkert alþjóðlegt kappskákmót reiknað til stiga að þessu sinni. Héðinn Steingrímsson er sem fyrr stigahæsti íslenski skákmaðurinn og Benedikt Briem hækkar mest frá desember-listanum.

Stigalistinn í heild sinni

Topp 20

Héðinn Steingrímsson (2561) er stigahæstur. Næstur er Hjörvar Steinn Grétarsson (2530) og þriðji er Jóhann Hjartarson (2530).

Litlar breytingar enda tefldu aðeins fjórir af 20 stigahæstu skákmönnunum reiknaðar skákir í desember.

Nr. Skákmaður Tit Stig  +/- Fj.
1 Steingrimsson, Hedinn GM 2561 0 0
2 Gretarsson, Hjorvar Steinn GM 2560 0 0
3 Hjartarson, Johann GM 2530 0 0
4 Stefansson, Hannes GM 2514 0 0
5 Olafsson, Helgi GM 2511 0 0
6 Danielsen, Henrik GM 2494 -8 11
7 Petursson, Margeir GM 2487 0 0
8 Gunnarsson, Jon Viktor IM 2462 0 0
9 Gretarsson, Helgi Ass GM 2444 5 6
10 Thorfinnsson, Bragi GM 2438 0 0
11 Arnason, Jon L GM 2432 0 0
12 Thorhallsson, Throstur GM 2425 0 0
13 Kjartansson, Gudmundur IM 2424 9 7
14 Thorsteins, Karl IM 2421 0 0
15 Gunnarsson, Arnar IM 2420 0 0
16 Thorfinnsson, Bjorn IM 2414 0 0
17 Kjartansson, David FM 2403 0 0
18 Heimisson, Hilmir Freyr FM 2392 0 1
19 Arngrimsson, Dagur IM 2367 0 0
20 Ulfarsson, Magnus Orn FM 2358 0 0

Mestu hækkanir

Við vinnslu desember-listans urðu Skáksambandi Svíþjóðar á þau mistök að Hasselbackan-kappskákmótið var skráð sem atskákmót. Það var leiðrétt eftir birtingu. Þetta skýrir af hverju Benedikt Briem og Gunnar Erik Guðmundsson rjúka upp listann verandi með engar reiknaðar skákir.

Nr. Skákmaður Tit Stig  +/- Fj.
1 Briem, Benedikt 1868 60 0
2 Gudmundsson, Gunnar Erik 1693 40 0
3 Kjartansson, Gudmundur IM 2424 9 7
4 Gretarsson, Helgi Ass GM 2444 5 6
5 Hakonarson, Oskar 1157 3 0

 

Stigahæstu ungmenni landsins

Hilmir Freyr Heimisson (2392) er stigahæsta ungmenni landsins. Í næstum sætum eru Jón Kristinn Þorgeirsson (2306) og Vignir Vatnar Stefánsson (2248).

Nr. Skákmaður Tit Stig  +/- Fj. F. ár
1 Heimisson, Hilmir Freyr FM 2392 0 1 2001
2 Thorgeirsson, Jon Kristinn FM 2306 0 0 1999
3 Stefansson, Vignir Vatnar FM 2248 -18 9 2003
4 Birkisson, Bardur Orn CM 2233 0 0 2000
5 Thorhallsson, Simon 2139 0 0 1999
6 Birkisson, Bjorn Holm 2078 0 0 2000
7 Jonsson, Gauti Pall 2070 0 0 1999
8 Mai, Aron Thor 2015 0 0 2001
9 Briem, Stephan 1987 -96 9 2003
10 Mai, Alexander Oliver 1963 0 0 2003

 

Reiknuð skákmót

Eins og fyrr sagði var ekkert kappskákmót reiknað til stiga. Sjö hraðskákmót voru hins vegar reiknuð og er úttekt á þeim væntanleg. Auk þess var eitt atskákmót reiknað en slík mótið eru afar fátið í starfsemi íslenskra skákfélaga.

  • Hraðskákkeppni taflfélaga
  • Jólamót vinaskákfélagsins – minningarmót um Hauk Halldórsson (hraðskák)
  • Jólahraðskákmót Stofunnar
  • Íslandsmót unglingaveita (atskák)
  • Friðriksmót Landsbankans – Íslandsmótið í hraðskák
  • Hraðskákmót Garðabæjar
  • Hraðskákmót Hugins – norður
  • Jólahraðskákmót SA

Heimslistinn

Magnús Carlsen (2835) er stigahæsti skákmaður heims. Annar er Fabiano Caruana (2828) og þriðji er Shakhriyar Mamedyarov (2817).

Heimslistann má finna hér.

- Auglýsing -