Hápunktur 100 ára afmælisárs Skákfélags Akureyrar er rétt handan við hornið. Um er að ræða alþjóðlegt skákmót sem ber heitið Icelandic Open 2019 – Akureyri Chessclub 100 Years. Mótið er einnig minningarmót um skákfrömuðinn Guðmund Arason sem allir skákunnendur á Íslandi þekkja.

Mótið hefst 25. maí og stendur til 1. júní. Lesa má nánar um fyrirkomulagið á heimasíðu mótsins: http://icelandicopenchess.com/ og sjá má skráða keppendur á síðunni: http://chess-results.com/tnr394928.aspx?lan=1

Þegar þetta er skráð er Ivan Sokolov, sem nú teflir fyrir Holland, stigahæsti þátttakandinn sem skráður er til leiks. Alls hafa 59 keppendur skráð sig og enn er opið fyrir skráningu. Tæpur tugur stórmeistara hefur boðað komu sína auk alþjóðlegra meistara og almennra skákáhugamanna. Erlendir keppendur sem skráðir eru til leiks eru vel á annan tug.

Teflt verður í menningarmiðstöðinni Hofi á Akureyri.