Dregið verður um töfluröð á Íslandsmóti skákfélaga við upphaf Stórmóts Árabæjarsafns og TR á sunnudaginn 11. ágúst. Drátturinn hefst stundvíslega kl. 13:45.
Dregið verður um töfluröð í 1.-, 2.- og 3. deild.
Fyrri hluti mótsins verður haldinn í Rimaskóla 3.-6. október 2019 en sá síðari á Hótel Selfossi 19.-21. mars 2020.
Forráðamenn taflfélaga eru hvattir til að mæta í Árbæjarsafnið eða senda fulltrúa.