Jón forseti í góðum félagsskap Jóns Viktors: Mynd: KÖE

Hraðskákmót Víkingaklúbbsins fór fram í gær á Chess.com. Alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson var í banastuði og hafði sigur eftir harða baráttu við FIDE-meistarann Vignir Vatnar Stefánsson. Birkir Karl Sigurðsson varð þriðji. 40 keppendur tóku þátt. Teflt var eftir Arena-fyrirkomulagi.

Lokastaða efstu manna

 1. IM Jón Viktor Gunnarsson 82 stig
 2. FM Vignir Vatnar Stefánsson 80
 3. Birkir Karl Sigurðsson 47
 4. Tómas Veigar Sigurðarson 41
 5. Jóhann Jónsson 38
 6. Gunnar Freyr Rúnarsson 37
 7. Stefán Þór Sigurjónsson 36
 8. WFM Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir 36
 9. Magnús Matthíasson 33
 10. CM Halldór Brynjar Halldórsson 33
 11. CM Arnar Þorsteinsson 31

Unglingaskákmót fara fram um helgina. Verða kynnt í dag.

- Auglýsing -